miðvikudagur, mars 21, 2007

21. mars 2007 - Algjört lúxuslíf!

Ég veit vart hvað ég hefi gert til að verðskulda þennan lúxus, en þegar næturvaktinni lýkur, verð ég komin í helgarfrí. “Ha, helgarfrí, það getur ekki verið, það er rétt kominn miðvikudagur.” En satt samt. Ég er að byrja í helgarfríi og ætla ekki að vinna neitt fyrr en á þriðjudagsmorguninn klukkan átta.

Á þriðjudag þarf ég að prófa einhverjar neyðarrafstöðvar og eitthvað smálegt að auki, en auk þess að sitja eitt örstutt námskeið í vinnunni. Síðan fer ég í páskafrí. Þetta er refsingin fyrir að hafa ekki tekið út allt sumarfríið á réttum tíma í fyrra.

Um það er ég viss að kisunum mínum muni finnast þær vera ofdekraðar þegar ég mæti loks aftur á vaktina mína eftir páska.

-----oOo-----

Ég bið þessa örfáu lesendur mína sem eru eftir á blogspot að fyrirgefa mér kæruleysið og gleymskuna við að setja inn færslur á gamla bloggið, þ.e. á blogspot. Moggabloggið er nefnilega svo miklu meðfærilegra :)


0 ummæli:







Skrifa ummæli