föstudagur, mars 16, 2007

17. mars 2007 - Söfnun fyrir lögreglukórinn

Á Fréttablaðinu á fimmtudag var frétt þess efnis að yfir hundrað ökumenn hefðu verið nappaðir fyrir of hraðan akstur á Dalvegi í Kópavogi á einni klukkustund á miðvikudag sem er um fjórðungur þeirra sem óku Dalveginn á þessum tíma. Meðalhraði þeirra sem voru teknir var 64 km á klukkustund.

Hvað er eiginlega í gangi? Er verið að safna fyrir Lögreglukórinn, eða er verið að reka sem flesta ökumenn í Kópavogi yfir á reiðhjól? Þegar haft er í huga að flestir sem teknir voru, óku á hraðamörkunum, er þetta ekki spurning um hraðaakstur, heldur söfnun peninga. Á móti kemur að margir þeir ökumenn sem voru teknir, munu aðeins espast upp í fyrirlitningu á lögreglunni og auka spennuna í umferðinni og var hún þó næg fyrir.

-----oOo-----

Mér skilst að sparaksturskeppnin fornfræga sé að byrja. Ég nenni ekki að vaka eftir henni í nótt, enda skilst mér að einhver finnskur ísklumpur sé kominn á Fíatinn hans Michaels Schumacher.


0 ummæli:







Skrifa ummæli