mánudagur, mars 26, 2007

26. mars 2007 - Fermingar

Ég verð víst seint talin venjuleg manneskja. Enn minnist ég fermingar minnar fyrir rúmlega fjórum áratugum. Þá var ekki enn til siðs að leigja rándýr salarkynni undir fermingarveislur og var mín fermingarveisla haldin heima hjá foreldrum mínum. Meðal skemmtiatriða var upplestur minn úr fornsögum. Kaflinn sem ég las var ekki úr Biskupasögum og átti lítið skylt við fermingarfræðsluna. Þó voru fornritin til á flestum betri heimilum og reyndar fékk ég bækurnar til eignar eftir að foreldrar mínir höfðu kvatt þetta jarðlíf, enda ein systkinanna um að hafa gaman af þeim.


Ég lenti í fermingarboði á sunnudag. Ein mín uppáhaldsfrænka var að ferma dóttur sína og ég mætti til veislunnar, þótt ég forðist slíkar veislur að öllu jafnaði. Þetta var góð veisla, ekkert talað um bloggfærslur né pólitík, enn síður álbræðslur þar sem ég fór um. Þó voru þarna Austfirðingar góðir, jafnvel tengdir inn í Stuðlaættina frá Reyðarfirði. Sjálf sat ég á mér og þakka góðan viðurgjörning.

Á myndinni er fermingarbarnið Arndís Sigurbjörg ásamt náfrænku sinni, vinkonu og næstum jafnöldru, Katrínu Arndísi. Það mætti ætla að amma þeirra héti Arndís!

-----oOo-----


Fólk skilur ekkert í mér að ég skuli ekki vera jafnvond við Margréti Sverrisdóttur eins og þá skallapoppara Ómar, Jakob og Bubba. Skýringuna má sjá hér, en Sigríður Jósefsdóttir kosningastjóri Margrétar er hér í bloggvinahópi á Akranesi fyrr í mánuðinum. Að sjálfsögðu treður hún sér framfyrir Gurrí og gerir sig gilda þótt lítið fari fyrir aukakílóunum að öðru jöfnu. Ég ætla nú samt að kjósa Evrópusambandið og uppbyggingu á Austfjörðum í vor.

http://images22.fotki.com/v754/photos/8/801079/3367418/IMG_1502-vi.jpg?1174864698

http://images21.fotki.com/v758/photos/8/801079/4322174/IMG_1471-vi.jpg?1174865579


0 ummæli:







Skrifa ummæli