miðvikudagur, júní 21, 2006

21. júní 2006 - Og blogg dagsins er....


Ég hefi haft fyrir reglu að setja inn blogg dagsins á miðnætti, en í síðasta lagi snemma að morgni. Nú fór allt úr skorðum hjá mér því ég var ekki nærri neinni nettengdri tölvu frá því um miðjan dag í gær og þar til klukkan að ganga tíu að morgni. Ég hefi heldur ekki látið mér detta neitt gáfulegt til hugar þar sem ég var á aukalegri næturvakt um borð í skipi í Sundahöfn. Ég gæti auðvitað bloggað um dásemdirnar við 15 MW aðalvél skipsins, en ég er hrædd um að fólk fengi þá fljótt leið á mér og hætti að lesa bloggið mitt. Ég held ég sleppi því og skrifi eitthvað gáfulegt í kvöld í staðinn.


0 ummæli:Skrifa ummæli