miðvikudagur, september 27, 2006

28. september 2006 - 2. kafli - Danski herinn

Þegar Mogens Glistrup var upp á sitt besta og formaður í danska Framsóknarflokknum, lagði hann til að fækkað yrði í danska hernum niður í einn hermann. Hlutverk hermannsins eina yrði fólgið í því, ef ráðist yrði á Danmörku, að fara með uppgjafarbréf á móti hernum sem myndi ráðast inn í landið. Til hvers eiga Danir svo að halda úti her?

Á síðustu hundrað árum hafa danskir hermenn aldrei þurft að grípa til vopna til varnar fósturjörðinni. Síðast sem danskir hermenn veittu mótspyrnu við árás, var í Slésvíkurstríðinu 1864 þegar Prússland kom í veg fyrir innlimun hertogadæmanna í Danmörku með árás og innlimun hertogadæmanna í prússneska ríkið. Einasta skiptið sem nauðsyn bar til varnaraðgerða eftir það, var 1940 og var þá aldrei gripið til vopna og ríkisstjórn og konungur gáfust upp án mótspyrnu á fyrsta degi, nákvæmlega eins og Mogens Glistrup lagði til nokkrum áratugum síðar. Illu heilli hefur danski herinn ekki verið notaður til annars en óhæfuverka og tók þátt í innrásinni í Írak fyrir nokkrum árum í óþökk stórs hluta dönsku þjóðarinnar.

Nu þegar síðustu leifar bandaríska hersins eru á förum af landinu, kemur Björn Bjarnason fram með allskyns hugmyndir af hernaðarhyggju sinni, að leyniþjónustu, vopnuðu hervaldi og nú síðast, að varaliði. Auðvitað á að blása slíkar hugmyndir af strax. Okkur nægir að sjá reynslu Dana af hernaðarbröltinu.


0 ummæli:Skrifa ummæli