föstudagur, september 08, 2006

8. september 2006 - 2. kafli - Til hamingju Glitnir....

.
...með ársskýrslu ársins 2005.

Þessi fyrirsögn er á hálfssíðuauglýsingu á bls 17 í Morgunblaðinu í dag. Einhvernveginn vekur hún grunsemdir um að ekki sé rétt að málum staðið í rekstri þessa fyrirtækis, því ef allt væri eðlilegt, myndu auglýsendur fremur óska Glitni til hamingju með góðan rekstur. Er ársskýrslan virkilega slíkt snilldarverk að reksturinn fellur í skuggann af henni? Eða er einhver með óhreint mjöl í pokahorninu?


0 ummæli:Skrifa ummæli