mánudagur, desember 11, 2006

11. desember 2006 – 2. kafli – Skörðóttur bryggjukantur langt frá sjó

Það er búið að reisa heilmikinn bryggjukant á milli Kleppsvegar (íbúðagötunnar) og Sæbrautar (aðalbrautar). Eins og gefur að skilja þegar um gamalt bryggjujárn er að ræða, er hann haugryðgaður og að auki býsna skörðóttur. Ég efa það ekki að ætlunin með þessum bryggjukant langt uppi í landi er annars vegar að hindra börn frá því að fara út á umferðargötuna, hinsvegar minnka hávaðann í blokkunum við Kleppsveginn.

Spurningin er hinsvegar þessi:
Hvað finnst fólki um þennan bryggjukant á þessum stað, útlit hans og fegurðargildi? Ég vil gjarnan fá að heyra álit sem flestra á þessu!


0 ummæli:Skrifa ummæli