fimmtudagur, desember 21, 2006

21. desember 2006 – Jólafrí

Samkvæmt vaktatöflunni minni er ég komin í jólafrí. Ég lauk síðustu vakt fyrir jól á miðvikudagsmorguninn og á ekki vakt aftur fyrr en á annandag jóla. Ég verð síðan á vakt þar til á afmælisdegi Tiger Woods og Alberts frænda míns, en þá fer ég aftur í frí til að fagna nýju ári. Þessi frí mín þýða þó ekki að ég muni taka mér langt frí frá bloggi, en ég lofa að ég muni sofa ágætlega næstu dagana.

-----oOo-----

Ég fór út að aka á miðvikudagskvöldið á mínum vinstrigræna eðalvagni og gaf stefnuljós til hægri og vinstri eftir því sem tækifæri gafst til slíkra aðgerða. Ekki veitti af því það var talsvert dimmviðri, hvassviðri og blautt. Því miður virtist sem ég væri ein um að gefa stefnuljós í Árbæjarhverfinu sem og víðar, en fleiri mættu þjálfa puttana með því að gefa oftar stefnuljós. Sú hreyfing er mjög holl og mannbætandi.


0 ummæli:Skrifa ummæli