föstudagur, desember 22, 2006

22. desember 2006 - 2. kafli - Eru stefnuljós bönnuð?

Ég er að velta því fyrir mér hvort búið sé að banna stefnuljós? Ég hefi verið úti að aka í gær og í dag og það heyrir til undantekninga að fólk gefi stefnuljós. Það væri svo sem allt í lagi ef fólk rétti út hendina út um gluggann áður en það beygir, en því er ekki heldur að heilsa. Verst er þó þegar fólk er að troða sér inn á milli bíla eða svína á náungann og ómögulegt er að henda reiður á hvað viðkomandi ætlar að gera.

Ég er ekki hrifin af refsigleði lögreglu og yfirvalda, en ég held að það sé kominn tími til að sekta fyrir stefnuljósasparnaðinn. Hrifnust er ég af því ef fólk gefur mér stefnuljós í jólagjöf, nema auðvitað Þórður sem á að senda mér pels í jóla- og afmælisgjöf :)

-----oOo-----

Það er engin færsla í kvöld og ekki fyrr en í fyrramálið, Þorláksmessu.


0 ummæli:







Skrifa ummæli