föstudagur, desember 01, 2006

1. desember 2006 – Jólagjafalistinn

Það er dálítið snemmt að óska sér einhvers í jólagjöf, en ég ætla samt að gera það. Þá getur fólkið ákveðið í tíma hvernig það getur verslað bókina mína. Jólagjöf ársins í ár heitir Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Svo langar mig líka í bókina um hana Rögnu á Laugabóli, enda algjör kjarnorkukerling sem hefur séð það versta í lífinu og samt haldið haus. Bara svo þið vitið af því.

Jú eitt enn. Mér áskotnaðist bókagjöf í dag, kannski ekki fyrir mig sjálfa sem á þessar ágætu bækur í safni mínu, en Ættfræðifélagið mun örugglega hafa gagn af þessum bókum til framtíðar. Af sérstökum ástæðum vil ég ekki nefna gefandann fyrr en síðar, en þær mæðgur munu njóta þakklætis í hugum þeirra sem munu grúska í bókasafni Ættfræðifélagsins.


0 ummæli:Skrifa ummæli