fimmtudagur, nóvember 30, 2006

30. nóvember 2006 – 2. kafli – Vetrardekkin

Ég var að lesa einkar athyglisverða frétt í Dagens nyheter. Þar er bent á að frá og með morgundeginum og út marsmánuð er bannað að aka um á sumardekkjum þar sem er snjór, ís eða bara hálka á vegum. Þess má geta að lágmarksdýpt raufa skal vera 3 millimetrar, en almennt er ráðlagt að hafa raufarnar ekki grynnri en 5 millimetra þegar dekkin eru sett undir bílinn. Sektin við að aka á sumardekkjum þar sem er snjór eða hálka er allt að 1200 sænskar krónur eða 12000 íslenskar krónur. Ekki er gerður greinarmunur á tegundum vetrardekkja, negldra eða ónegldra.

Ég minnist þess að fyrir rúmum áratug voru uppi deilur á milli Vägverket og tryggingarfélaga um notkun nagladekkja í Svíþjóð, en tryggingafélögin hvöttu fólk til að nota nagladekkin.


0 ummæli:







Skrifa ummæli