sunnudagur, nóvember 19, 2006

19. nóvember 2006 - Formaðurinn okkar er þrælahöfðingi

Senn fer þessum fundi að ljúka. Við vorum að til klukkan að verða ellefu í gærkvöldi og byrjuðum aftur klukkan níu í morgun svo lítið hefur verið um skemmtanir. Að sjálfsögðu mætti formaðurinn of seint, enda löngu orðinn opinber karlmaður, ekki bara andlegur karl og rekur okkur áfram eins og hinn versti harðstjóri.

Eftir hádegið er á áætlun að kíkja hér í næsta hús og athuga hvort líkklæði Krists eru ófölsuð. Síðan verður hægt að líta á lífið hér í kring og svo er búið að bjóða í partí í kvöld hjá einhverjum ítalsk/austurrískum hjónum hér í bænum og kannski taka einn bryggjurúnt.

Það verður svo haldið áleiðis heim annað kvöld. Meira bull síðar.

P.s. Það er enginn snjór hérna.


0 ummæli:







Skrifa ummæli