mánudagur, nóvember 20, 2006

20. nóvember 2006 - Austurríkismenn er lélegir drykkjumenn

Þá er síðustu nóttinni í Tórínó lokið að sinni, en um leið er ástæða til að kynna sér borgina betur því ætlunin er að halda hér ráðstefnu að ári svo það er eins gott að kanna vandlega hvar helstu flatbökustaðina er að finna eins og Pitsu 67 og Tommapitsur.

Ég skrapp aðeins út á lífið ásamt vinum mínum frá Austurríki. Þau drukku nánast ekki neitt, algjörir hænuhausar. Við komum við á einum flatbökuveitingastað og fengum okkur í gogginn á leiðinni í bæinn og svei mér ef Ragnhildur Steinunn (vinnufélagi hans Simma) var ekki sjálf að afgreiða á borð þar inni. (Mynd síðar) Nú er kominn mánudagsmorgunn, ég löngu búin að borða minn morgunmat og pakka í töskuna og sit hér niðri í hjá móttökunni og reyni að ljúga einhverju í mína kæru lesendur. Á sama tíma sýnist mér sem Eva og Jo séu enn hálfsofandi uppi á herbergi og nást varla út fyrr en um hádegi (nýta greiddan tíma á hóteli til hins ýtrasta). Ætlunin er að kíkja aðeins í kaupfélagið og athuga hvort nýjasta tískan af vaðmálspilsum og sauðskinnsskóm séu komin í búðina áður en haldið verður á flugvöllinn og áleiðis heim á leið, en samkvæmt áætlun mun ég þurfa að moka af bílnum um þrjúleytið á morgun.

P.s. Hér er ágætis veður, brakandi þurrkur og mér sýnist sem heyskapur sé góður. Blessaðir Rómverjarnir mættu þó vera aðeins duglegri við að taka til í kringum sig.


0 ummæli:







Skrifa ummæli