föstudagur, nóvember 24, 2006

24. nóvember 2006 - Um veiðar með botnvörpu

Það var mikið sagt frá mótmælum Greenpeace vegna þess að Ísland greiddi atkvæði gegn veiðibanni með botnvörpu hjá Sameinuðu þjóðunum í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldið. Eitthvað bar fréttin með sér að nú er enginn fréttamaður lengur á NFS/Stöð 2 sem hefur þekkingu á botnvörpuveiðum því öll myndskotin sem fylgdu fréttinni voru af skipum sem ekki stunda botnvörpuveiðar. Þarna voru línu og handfærabátar og svo stór nótaskip sem einnig geta stundað veiðar með flotvörpu, en ekkert botnvörpuskip sást í mynd, hinsvegar loðna sem er veidd í nót og flotvörpu og línufiskur.

Annars hefi ég lítið fylgst með þessu máli. Ég var þó búin að heyra að Kanada ætlaði að greiða atkvæði gegn þessu banni, en að hryðjuverkamaðurinn George Dobbljú Bush styddi bannið. Það er þá vel komið á með honum og genginu í Greenpeace og Sea Shephard. Fyrrum starfsmðaur Greenpeace, sjálfur Árni Finnsson má alveg öskra sig hásan í mótmælum við orð mín. Ég tek ekkert mark á orðum hans í þessum efnum.

Það væri annars fróðlegt að sjá listann yfir þau ríki sem greiddu atkvæða með banninu og hver á móti. Veit einhver hvar listann er að finna?


0 ummæli:Skrifa ummæli