sunnudagur, nóvember 26, 2006

26. nóvember 2006 - 2. kafli - Tæknileg mistök mín og Djúsa

Þegar ég var að horfa á fréttirnar í gærkvöldi, veitti ég því athygli þegar formaður Framsóknar talaði um mistökin, að maður einn sem sat fremur aftarlega klappaði ekki fyrir orðum hans.

Ég er orðin hundleið á skærbleika útlitinu á síðunni minni. Með þessu útliti var ég farin að gefa í skyn, með útliti síðunnar, að ég væri sjö ára smástelpa, en ekki virðulegra 54 ára og farin að nálgast eftirlaunaaldurinn. Ég ákvað því að breyta litnum og réðist í það verk þegar ég var vöknuð eftir morgunsvefninn. Þegar verkinu var lokið, veitti ég þeim tæknilegu mistökum mínum þá athygli, að ég hafði gleymt að flytja kommentakerfið mitt með öðrum gögnum yfir á nýju síðuna og varð því að endurvinna færsluna að hluta.

Meðan á þessu stóð kom Anonymus sjálfur með komment inn á síðuna þar sem hann mæltist til að Saddam Hussein yrði settur aftur inn í embætti. Þar sem athugasemdir hans, sökum tæknilegra mistaka, lentu á milli athugasemdakerfa, eyddust þau sjálfkrafa þegar ég var búin að leiðrétta athugasemdakerfið.

Eitthvað fannst mér kvörtun Anonymusar minna dálítið á Djúsa vin minn, en hann mun ósammála formanni sínum í Íraksmálinu. Ekki vil ég fullyrða að hann hafi verið sá sem ekki klappaði á fundinum í gær, en hvort þetta var Djúsi eða Anonymus sjálfur, bið ég þá félaga afsökunar á að hafa eytt athugasemdum þeirra. Það voru tæknileg mistök.


0 ummæli:







Skrifa ummæli