miðvikudagur, nóvember 22, 2006

22. nóvember 2006 – Hvað hefur komið fyrir?

Þegar ég kom heim frá útlöndum á þriðjudag var eitthvað skrýtið í gangi. Blessuð börnin í hverfinu voru útum allt að leika sér á sleðum og búa til listaverk úr snjó. Svona lagað gengur ekki og því voru kallaðar til gröfur til að fjarlægja þetta hvíta hvelvíti eins og kostur var svo að börnin færu sér ekki að voða. Ég fór að velta því fyrir mér hvort börnin í Árbæjarhverfi séu eitthvað öðruvísi en önnur börn og séu úti að leika sér í stað þess að iðka hugarleikfimi og tölvuspil?

-----oOo-----

Ég hefi verið að dunda mér við að setja inn nokkrar myndir á myndasíðuna mína. Verkinu er ekki lokið, en ég stefni að því að ljúka verkinu á miðvikudagskvöldið. Textarnir koma síðar.

-----oOo-----

Svo er gullið tækifæri til að óska Svenna mági mínum til hamingju með að hafa náð Paul McCartney í aldri. Nú geta þeir víst ekki lengur sungið: “When I´m sixtyfour.”


0 ummæli:







Skrifa ummæli