sunnudagur, október 19, 2008

19. október 2008 - Íslensk hryðjuverkalög?

Nú þegar Gordon Brown er orðinn helsti óvinur Íslands, er ástæða til að velta fyrir sér hinum svokölluðu loftvörnum Íslands þegar sjálfur höfuðóvinurinn er fenginn til að verja landið gegn ímynduðum óvini.

Einn kunningi minn kom með áhugaverða tillögu vegna þessa máls. Við eigum að bjóða bresku flugsveitina velkomna til landsins og þegar hún er örugglega lent setjum við á hryðjuverkalög og kyrrsetjum þoturnar og hermennina. Í anda hryðjuverkalaganna gerum við svo þoturnar upptækar til ríkissjóðs.
„En hvað á svo að gera við þoturnar?“ spurði ég.
„Ekkert mál, við seljum þær til Rússlands“ svaraði maðurinn að bragði.


0 ummæli:Skrifa ummæli