fimmtudagur, október 09, 2008

9. október 2008 - Um ljósatyppið í Viðey

Þegar áætlanir um uppsetningu ljósatyppis Yoko Ono í Viðey voru ræddar fyrir fáeinum árum, ræddi Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hátíðlega um framtíðina er ljósatyppið kallaðist á við nýja tónlistarhúsið í höfninni. Nú er ljósatyppið komið en tónlistarhúsið enn í smíðum og spurning hafa vaknað um framhald byggingarinnar.

Í gær var verið að prófa ljósatyppi ekkjunnar, enda hefði tónlistarmaðurinn eiginmaður hennar átt 68 ára afmæli í dag. Ekki tókst að láta það kallast á við tónlistarhúsið, en þess í stað kallaðist það á við Svörtuloft sem er jú næsta hús við hið hálfbyggða tónlistarhús og spurningin vaknar hvort aðgerðir sem ákveðnar voru í Svörtuloftum eigi þátt í að kollvarpa glæsilegum hugmyndum um tónlistarhúsið.


0 ummæli:







Skrifa ummæli