þriðjudagur, október 28, 2008

28. október 2008 – Það er ljótt að sparka í liggjandi þjóð

Í síðustu viku hélt forsætisráðherra enn einn af þessum innihaldslausu blaðamannafundum sínum þar sem ekkert kom fram og talað í véfréttarstíl. Það mátti þó helst skilja á honum að blaðamannafundurinn væri um ekki neitt því ekki mætti ljóstra upp í hverju aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem ekki má heita aðstoð heldur samstarf, væri fólgin fyrr en eftir ca tíu daga.

Ekki veit ég hvort þessi sami forsætisráðherra hafi haldið blaðamannafund um nýju stýrivaxtahækkunina, en hún er samt staðreynd. Það breytir engu að þegar búið er að helfrysta eitt þjóðfélag á einum mánuði, er engin ástæða til að hækka vextina upp úr öllu valdi í kjölfarið.

þessi aðgerð ráðmanna og óhæfra embættismanna í Svörtuloftum mun því ekki endilega valda lækkun verðbólgu, en örugglega að koma nokkrum fjölskyldum og fyrirtækjum á hausinn.. Spurningin er bar hveru stórt hlutfall þjóðarinnar þarf að fara á hausinn áður en þessir ráðamenn verða ánægðir?

Mér og mínum hefur rækilega verið kennt það að sýna þeim virðingu sem hafa farið halloka í leik og lífi. Fyrir okkur sem virðum þessa reglu, geta aðgerðir ríkisstjórnar og ráðamanna í Svörtuloftum, að sparka í liggjandi þjóð sem hefur orðið fyrir barðinu á bestu vinum ráðamanna, ekki talist til neinnar fyrirmyndar.


0 ummæli:







Skrifa ummæli