fimmtudagur, október 02, 2008

2. október 2008 - Kominn tími á nýjan bíl?

Ég var úti að aka á miðvikudag. Þurfti að skreppa í vesturbæinn í vinnuerindum að skoða upptekningu á dælum. Á leiðinni til baka í austurbæinn þar sem ég ók eftir Hringbrautinni veitti ég athygli svörtum Subaru Tribeka við hliðina á mér um leið og ég skaust framfyrir hann inn á Melatorg. Það fór ekkert á milli mála hver var undir stýri á bílnum sem bar einkennislit Svörtulofta.

Þrátt fyrir áratuga gamalt dálæti mitt á Subaru eðalvögnum fór ég að efast um heilindi mín í trúnaði við sömu bílategundina. Ekki síst þegar haft er í huga að þessi sami bíll hefur sést nokkrum sinnum síðustu dagana flytjandi ónefndan stjóra undir stýri með þý sín, ónefndan forsætisráðherra í farþegasæti við hlið bílstjóra og ónefndan fjármálaráðherra í aftursætinu.

Eftir að vinnu lauk, fór ég að skoða bifreiðar annarar tegundar sem eru til sölu hjá Brimborg. Er kannski kominn tími til að skipta?


0 ummæli:Skrifa ummæli