þriðjudagur, október 10, 2006

10. október 2006 - Um öryggis- og greiningarþjónustu

Steingrímur Jóhann Sigfússon fór mikinn á Alþingi í gær og vildi fá að vita nánar um leyniþjónustustarfsemi þá sem rætt rætt hefur verið um og átti sér stað á Íslandi. Meðal annars vildi hann fá að vita hvort hann hefði sjálfur verið undir smásjá Leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins.

Ég er ekki viss um hvort einvörðungu hafi verið um að ræða leyniþjónustu Flokksins. Það er talið að á vegum Upplýsingarþjónustu Bandaríkjanna hafi verið rekin umfangsmikil njósnastarfsemi hér á landi og slík starfsemi getur ekki gengið nema innfæddir séu með í ráðum. Því hefur verið eðlilegast að leitað hafi verið til hægri öfgamanna til liðsinnis Bandaríkjamönnum í þessum efnum og þá væntanleg flokksbundinna Sjálfstæðismanna. Vafalaust hefur Steingrímur J. verið kannaður rækilega rétt eins og við hin sem vorum blásaklaus af öðru en að rölta Keflavíkurgöngur og veifa kröfuspjöldum gegn heimsvaldastefnunni í þágu friðar þótt Mogginn segi annað.

Björn Bjarnason harðneitaði öllu samsæri um njósnir á undanförnum árum, reyndi að eyða samsæriskenningum Steingríms með stælum, en síðan beit hann höfuðið af skömminni með því að leggja fram til kynningar á Alþingi, tillögur um löggildingu persónunjósnadeildar innan embættis Ríkislögreglustjóra undir heitinu Öryggis- og greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Er maðurinn gjörsamlega genginn af göflunum?

Það verður gott að losna við þennan hættulega öfgamann, sömu gerðar og George Dobbljú Bush, af Alþingi. Hann er hættulegur öryggi þjóðarinnar með þessum öfgum sínum og megi hann hætta sem fyrst áður en illa fer.

-----oOo-----

Ekkjan Yoko Ono fann réttan stað stað fyrir ljósatyppið sitt í Viðey í gær. Roger Waters þarf ekkert að leita, því vonandi mun Múrinn (The Wall) liggja umhverfis ljósatyppið og hylja það. Ég bíð þess nú að Ástþór Magnússon finni stað í grenndinni fyrir merki samtakanna Friður 2000.


0 ummæli:







Skrifa ummæli