mánudagur, október 09, 2006

9. október 2006 - Af ljósatyppi í Viðey

Það getur vel verið að Stefáni Jóni Hafstein finnist sniðugt að reisa ljósatyppi úti í Viðey. Mér finnst það ekkert sniðugt. Ég held að það sé verið að gera Reykvíkinga að ginnungafíflum því Yoko Ono gefur bara hugmynd, en Reykvíkingar eiga að borga. Á síðastliðnu vori lagði ég það til að að Múr sömu gerðar og Roger Waters sá fyrir sér er hann samdi tónverkið The Wall, verði reistur umhverfis ljósatyppið svo múrinn geti kallast á við ljósatyppið í stað þess að þurfa að kalla á borgarfulltrúann á fastalandinu. Ég er enn sömu skoðunar.

Fjölmiðlar gerðu að því skóna í gær að Yoko Ono sem sögð er gefa hugmyndina að þessu typpi sé mikill listamaður. Ég veit það ekki. Hið einasta sem veitti henni frægð var hjónaband hennar og Johns Lennon, en löngum hefur verið um það deilt hvort það hjónaband hafi verið farsælt tónlistarlega eður ei. Eitt er þó víst, að Yoko Ono hefur tekist að hafa borgarfulltrúa Reykjavíkur að fíflum og það eitt er afrek sem lengi verður í minnum haft.

Þá veit ég ekki hvort Lennon heitinn sem hefði átt afmæli í dag, muni snúa sér við í gröf sinni þegar hann heyrir af fíflalátum frúarinnar.

-----oOo-----

Loks er bannað að tala illa um íslenska landsliðið í fótbolta eða slæmt gengi Kimi Raikkonen í sparaksturskeppninni, enda hvorir tveggja lúserar.


0 ummæli:Skrifa ummæli