sunnudagur, október 22, 2006

22. október 2006 – 2.kafli – Flugfargjöld til útlanda

Ég þarf að mæta á fund suður á Ítalíu eftir miðjan nóvember. Þegar haft er í huga að ég er ákaflega fátæk þessa dagana eftir þak- og gluggaviðgerðir heima hjá mér, hafði ég ákveðið að sleppa því að mæta á fundinn. Nei, það var ómögulegt. Það þarf að ræða mörg mikilvæg málefni varðandi litlu samtökin okkar og þess krafist að sem flest okkar mætum og tökum þátt í ákvörðunum um framtíðarskipulagið.

Ég fór að hugsa mín mál og fór að skoða möguleika á ódýrum flugferðum til Ítalíu. Fyrst þarf ég að komast til Englands þar sem ekkert beint flug er lengur til Ítalíu. Ferðin til Stansted þessa ákveðnu daga með Æsland Express og heim aftur kostar 32490 krónur. Ef ég kýs að fara með British Airways til London Gatwick kostar það 32700 krónur. Ódýrastir að venju eru svo Flugleiðir eða hvað þeir nú heita á þessum síðustu og verstu tímum en farið með þeim til Heathrow kostar 30400 krónur. Þegar svo bætist við ferð á flugvöll sem hægt er komast frá með lággjaldaflugfélagi t.d. Ryan Air, kemur Æsland Express hagkvæmast út þótt ekki séu þeir ódýrastir (aldrei hefi ég skilið af hverju þeir mega kalla sig lággjaldaflugfélag)

Ferðin frá Stansted til Tórínó með lággjaldaflugfélaginu Ryan Air og til baka aftur er þó langódýrust eða 36,95 pund (4753 krónur) og eru þá öll gjöld innifalin. Hvenær getum við vænst slíkra fargjalda til og frá Íslandi?


0 ummæli:







Skrifa ummæli