fimmtudagur, október 19, 2006

19. október 2006 – 2. kafli - Í tilefni af mótmælum ......

.....Breta og Bandaríkjamanna gegn hvalveiðum Íslendinga og frétt Ríkisútvarpsins um sama efni sem birst hefur á vefnum, sendi ég hér með út mína opinberu yfirlýsingu:

Hér með lýsi ég yfir megnustu óánægju minni með mannaveiðar Breta og Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Afstaða Breta og Bandaríkjamanna er óútskýranleg og óafsakanleg. Alþjóðasamfélagið er í uppnámi yfir svona smánarlegu broti gegn alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Engar forsendur eru fyrir þessari ákvörðun um áframhaldandi veiðar. Bretar og Bandaríkjamenn geta ekki einu sinni selt kjötið sem fæst af þessum mannaveiðum.

Er ekki kominn tími til fyrir Breta og Bandaríkjamenn að mótmæla einhverju öðru en hófsamri nýtingu sjávarafurða í Norður-Atlantshafi?


0 ummæli:







Skrifa ummæli