miðvikudagur, október 18, 2006

18. október 2006 – 3. kafli – Afnotagjöldin

Ég var að ræða við mann einn í dag sem var í heimsókn hjá okkur í vinnunni og bárust afsagnir sænskra ráðherra í tal vegna svartra launagreiðslna og gleymsku á greiðslu afnotagjalda. Maðurinn taldi sig vera kunnugan innheimtukerfi Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir svokallaðir framámenn í íslensku þjóðfélagi greiddu aldrei afnotagjöldin og kæmust upp með slíkt.

Það væri fróðlegt að heyra álit innvígðra í kerfi Ríkisútvarpsins á þessari fullyrðingu mannsins. Ég get auðvitað ekki gefið upp nafn hans fremur en Jón Baldvin og Árni gefa upp nafn dularfulla litla símamannsins.


0 ummæli:







Skrifa ummæli