þriðjudagur, október 31, 2006

31. október 2006 – Dugnaður!

Ég veit ekki hvaða dugnaður kom yfir mig á mánudagsmorguninn. Ég mátti sofa fram eftir degi og átti reyndar að sofa vel, því næturvaktin beið mín að kvöldi. Í stað þess að sofa fram eftir degi og láta dugnaðinn líða úr mér, þeyttist ég á fætur klukkan átta, dreif mig í bláan samfesting og hóf að slípa svalahandriðin af miklum móð og síðan að grunna þau.

Nú eru tvær taugaveiklaðar kisur einar heima og óttast enn að einhver komi í bláum samfesting og framleiði meiri hávaða.

-----oOo-----

Ég settist niður fyrir framan sjónvarpið á mánudagskvöldið og ákvað að horfa á þennan nýja þátt með Auðunn Blöndal þar sem hann hrekkir þekkt fólk. Ég hafði aldrei séð þennan þátt áður, en samkvæmt auglýsingunum er þetta orðið einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi og nú átti að hrekkja Bubba Mortens. Ég verð eiginlega að viðurkenna að það var Bubbi sem hrekkti Auðun Blöndal en ekki öfugt, svo illa tókst hrekkurinn. Ég held ég nenni ekki að horfa á fleiri þætti af þessu tagi.


0 ummæli:Skrifa ummæli