mánudagur, apríl 14, 2008

14. apríl 2008 - Kisa sem þjáist af átröskun.

Ég er mað hálfgerðar áhyggjur af henni Tárhildi vælukisu. Ekki er það bara vegna þess að hún vælir svona mikið, fremur vegna þess hve hún er horuð.

Vegna þess hve hún er horuð hefi ég tvisvar leitað ráða hjá dýralækni. Enginn finnur samt neitt að henni, ekki heldur þegar ég bendi á að þrátt fyrir góða matarlyst, þá á hún erfitt með að halda niðri matnum sínum. Eins og ég hefi áður bent á, þá þykir henni fiskur góður og slíkar krásir getur hún sett í sig af miklum móð, en svo ælir hún þessu aftur. Ég hefi reynt að skammta henni matinn og þá hefur allt gengið betur. Ekki get ég kennt henni systur hennar um að éta frá henni því það er frekar á hinn veginn, að Tárhildur étur frá Hrafnhildi ofurkisu sem þó er feit og sælleg.

Spurningin er hvort ekki þurfi að fara með Tárhildi vælukisu til dýrasálfræðings?


0 ummæli:







Skrifa ummæli