þriðjudagur, apríl 15, 2008

15. apríl 2008 - Beðið á gatnamótum.

Ég var úti að aka í morgun. Þar sem ég beið á rauðu ljósi voru þrír bílar á undan mér og tveir þeir fyrstu óku samviskusamlega af stað um leið og grænt ljós kom. Bílstjórinn á þriðja bílnum sat kyrr uns bíll númer tvö var farinn í burtu og fór þá að dunda sér við að setja bílinn hjá sér í gír og ók svo rólega af stað og rétt náði yfir áður en rautt ljós kom aftur.

Hugsanlega hefur maðurinn verið í vinnutímanum hjá hinu opinbera. Allavega fannst mér engin ástæða til þess að æsa mig, enda í vinnutímanum hjá opinberu fyrirtæki.

Spurningin er bara hvað bílstjórunum fyrir aftan mig fannst um svona töf? Hvort ætli svona háttalag valdi því að allir bílstjórar aka rólegar í kjölfarið með bros á vör eða að þetta valdi auknu stressi í umferðinni? Ég læt ykkur um að svara því.


0 ummæli:







Skrifa ummæli