sunnudagur, apríl 27, 2008

27. apríl 2008 - Sprengikraftur

Hann var heppinn maðurinn á Kvisthaganum að ísskápurinn hans sprakk áður en hann hafði neytt innihaldsins.

Það hefur ekki verið neitt smádúndur sem geymt var í ísskápnum aðfaranótt laugardagsins. Allavega hefði ég ekki viljað neyta þess. Og þó. Kannski var maturinn í ísskápnum slíkur að gæðum að mátti líkja við sprengikraft.

-----oOo-----

Mér finnst að Spaugstofan hefði átt að hafa þann blörraða áfram blörraðan þó ekki væri nema vegna baráttu hans gegn mannréttindum samanber viðtal við hann í sjónvarpinu á laugardagskvöldið þar sem hann tók afstöðu gegn mannréttindum og Mannréttindastofu Reykjavíkur. Megi hann hverfa af sjónarsviði stjórnmálanna sem fyrst og vonandi löngu fyrir næstu kosningar.


0 ummæli:Skrifa ummæli