laugardagur, apríl 19, 2008

19. apríl 2008 - Um lagfæringu á kyni

Við sem höfum farið í gegnum aðgerðarferli til leiðréttingar á kyni höfum iðulega mátt berjast við fordóma samfélagsins á margan hátt. Við höfðum ekki einungis þurft að verja heiður okkar í orðum heldur einnig í verstu tilfellum þurft að verjast líkamsárásum, bæði á Íslandi og erlendis.

Eitt af því sem hefur viðhaldið fordómunum eru orð á borð við kynskipti og kynskiptinga sem minnir óneitanlega á kynvillinga. Við höfum því mótmælt þessum orðum og bent á að sál okkar er kvenkyns og því er einungis verið að leiðrétta kyn okkar til samræmis við sálina þótt vissulega tökum við heilmikið með okkur yfir í kvennaheiminn við leiðréttinguna.

Um leið og ég fagna breyttu orðalagi Morgunblaðsins gagnvart okkur, þakka ég þeim fyrir ánægjulega þróun í orðalagi og virðingu fyrir baráttu okkar.

Þessarar ánægjulegu þróunar í íslenskri fjölmiðlun verður getið á ráðstefnu Transgender Europe í Berlín í byrjun maí næstkomandi um leið og tilkynnt verður um ánægjulega þróun í málum transgender fólks á Íslandi.

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/04/18/sjonvarpsstod_i_libanon_fjallar_um_kynlagfaeringu/


0 ummæli:







Skrifa ummæli