föstudagur, maí 12, 2006

12. maí 2006 - Lítið blogg

Ég fékk heimsókn á fimmtudagskvöldið. Góð vinkona mín var að deyja úr áhyggjum yfir væntanlegri heimsókn til hins opinbera kerfis og hvernig ætti að bera sig að. Á meðan við sátum yfir kaffinu, fór ég að forvitnast um þennan mann sem hún átti að hitta og í framhaldinu fletti ég upp á honum í Stéttartalinu. Þar sem ég fletti í bókinni kallaði hún upp: “Þennan þarna þekki ég. Þetta er frændi minn!” Það kom heim og saman. Kerfiskallinn sem hún kveið svo fyrir að hitta reyndist vera náfrændi hennar og fjölskylduvinur.

Til hvers að búa sér til áhyggjur þegar engin eru vandamálin?

-----oOo-----

Mér hefur verið bent á að gott væri að merkja betur flókin gatnamót í tíma áður en komið er að þeim. Það er alveg rétt og má gera það víða. Það breytir ekki því að þessar aukaslaufur á mislægum gatnamótum sem ég nefndi í gær, eru kolvitlaust hannaðar og tiltölulega auðvelt og ódýrt að gera rampa fyrir hægri afrein fyrir umferðina sem ætlar að fara til hægri.

-----oOo-----

Þá er komið á hreint að hetjurnar okkar munu spila við nautin í Hérafordsteikhúsinu þann 20. maí um sæti í langneðstu deild. Ég er strax farin að kvíða leiknum.


0 ummæli:







Skrifa ummæli