þriðjudagur, maí 23, 2006

24. maí 2006 – Vesældin uppmáluð

Ég hefi ekki haft tíma til að sinna neinu bloggi á þriðjudagskvöldi. Ástæðan er sú að ég þarf að flytja stutt erindi um transgendermálefni á hádegisfundi á miðvikudag vestur í JL-húsi. Þrátt fyrir að ég sé margbúin að fara yfir erindið, finnst mér það enn mjög klúðurslegt. Ég hefi eytt kvöldinu í að laga nokkrar smávillur í því, en samt er ég mjög óhress með erindið, kannski vegna þess að ég veit ekkert um fólkið sem kemur til með að mæta á fundinn, samtímis því sem mikið hefur verið umleikis í vinnu. Svo biðu tvær svangar kisur eftir mér þegar heim var komið.

Ekkert meira að sinni. Meira á miðvikudagskvöldið.


0 ummæli:Skrifa ummæli