föstudagur, maí 05, 2006

5. maí 2006 - Fuglar

Stundum er gaman að fylgjast með því hve fuglar geta verið spakir ef þeir eru látnir í friði. Þegar ég gekk heim eftir vaktina á fimmtudagskvöldið veitti ég athygli rjúpu sem enn var í vetrarskrúðanum og stóð uppi á hljóðmön við Bæjarhálsinn og fylgdist með mér er ég fór framhjá henni í um tveggja metra fjarlægð. Ekki datt henni til hugar að færa sig um svo mikið sem hænufet, en fylgdist vel með bæði mér og umferðinni sem þaut framhjá. Greinilegt að friðunarsvæði rjúpunnar hafa áhrif á hegðun hennar, enda húsfreyjan á Mosfelli hvergi nálæg.

Svipað átti sér stað er ég var í gönguferð á dögunum í fylgd göngufélagans. Þá komum við að gæsapari við Rafstöðvarveginn sem hafði meiri áhuga á að ná sér í sand úr veginum en að gæta sín á hættulegu mannfólkinu.

Læt þetta nægja að sinni sökum tímaleysis.


0 ummæli:







Skrifa ummæli