þriðjudagur, janúar 23, 2007

23. janúar 2007 - II - Hver er maðurinn?


Á Moggabloggi eru tveir hópar fólks mest áberandi, fjölmiðlafólk og leiðinlegir pólitíkusar nema hvorutveggja sé. Þetta er að vísu ekki algilt. Það eru til fáeinir skemmtilegir pólitíkusar og og allnokkrir skemmtilegir blaðamenn. Þegar haft er í huga að þessir tveir hópar raða sér á toppinn meðal Moggabloggara, gefur auga leið að þeir lesa blogg hvers annars og fara ekkert út fyrir hópinn. Svo koma einstöku vitleysingar eins og ég sem njóta fornrar frægðar að góðu eða illu og þurfum að mæta á réttum tíma á vaktina eins og tíðkast hefur meðal alþýðufólks um aldir.

Myndin hér til hliðar sýnir einn af bestu drengjum blaðamannastéttarinnar sem er þarna í hressingargöngu suður með sjó á áttunda áratug síðustu aldar. Sem fyrr er ástæðulaust að gefa upp nafnið, enda maðurinn auðþekkjanlegur. Því verða engin verðlaun veitt fremur en fyrri daginn.

Það þarf að sjálfsögðu að klikka á myndina til að sjá hana í fullri stærð.


0 ummæli:







Skrifa ummæli