mánudagur, mars 10, 2008

11. mars 2008 - Stefnuljósanotkun

Ég held að ég verði seint talin aðdáandi harðra refsinga, tel reyndar að beita eigi mjúkum aðferðum við að fá fólk til að snúa af villu síns vegar. Fyrir bragðið tel ég að gott tiltal geti oft verið miklu árangursríkara en fésekt þótt vissulega hugsi fólk sig tvisvar um eftir að hafa þurft að punga út tugum þúsunda fyrir minniháttar yfirsjónir. Stundum get ég þó ekki annað en verið lögreglunni sammála þegar sektarbókin er tekin upp og notuð.

Ég þekki marga ökumenn sem nota aldrei stefnuljós. ég veit ekki hvort það hafi gleymst að kenna þeim stefnuljósnotkun er þeir lærðu til bílprófs, hvort þeim finnist þeir vera svo ofsalega klárir eða bíllinn er með biluð stefnuljós, en þeir eru orðnir svo margir að það er löngu kominn tími til að beita sektarúrræðum eins og lögreglan gerði á mánudag.

Ekki veit ég hversu margir fengu tiltal og sekt, en þeir voru miklu færri en þeir sem hefðu þurft að fá kennslu í notkun stefnuljósa.

Eftir góða stefnuljósarassíu lögreglunnar verður væntanlega nóg að hafa afskipti af Bensum og Bimmum í framtíðinni, en þeir virðast margir vera með biluð stefnuljós.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397861/14


0 ummæli:Skrifa ummæli