miðvikudagur, mars 05, 2008

5. mars 2008 - Enn af umferðinni

Ég var á ferð upp Ártúnsbrekkuna í morgun og fór þá vinstra megin framúr nýleguim smábíl sem fór löturhægt til austurs. Þegar ég var komin framúr smábílnum, færði ég mig aftur yfir á miðakreinina og svo á hægri akrein þegar umferðin sem ætlaði í Grafarvoginn var komin yfir á hliðarakreinina. Allt gott með það, en í baksýnisspeglinum sá ég að ökumaður bílsins sem hafði ekið svo hægt upp brekkuna ákvað skyndilega að færa sig yfir á akreinina lengst til vinstri sem var auð og yfirgefin, reyndar eins og miðakreinin, hélt sig á vinstri akreininni eftir það á meðan umferðin geystist framúr hægra megin við smábílinn.

Ekki ætlaði ökumaður smábílsins að beygja til vinstri því þar var engin afrein næstu kílómetrana fyrr en kemur að hringtorginu austan Grafarholtsins.

Er ekki kominn tími til að kenna ökumönnum muninn á hægri umferð og vinstri umferð?


0 ummæli:







Skrifa ummæli