fimmtudagur, mars 27, 2008

27. mars 2008 - Vesalings Skeggi!

Þegar ég kom til Reykjavíkur haustið 1963 lenti ég í 12 ára bekk hjá Skeggja Ásbarnarsyni (1911-1981), hinum mætasta kennara, barnabókaþýðanda og útvarpsmanni sem sá um barnatíma útvarpsins um margra ára skeið og hlaut mikið lof fyrir. Eftir að hafa setið í bekk hjá honum í þrjár vikur, taldi hann sig ekki geta kennt mér neitt meira enda var ég þá þegar úttroðin af visku eftir þá ágætu kennara Lárus Halldórsson, Klöru Klængsdóttur og Birgi Sveinsson í Brúarlandsskóla/Varmárskóla. Var ég þá snarlega flutt um bekk og komið fyrir í A-bekk, en nemendum var raðað í bekki eftir gáfum og glæsileika í stærri skólum á þessum árum.

Nú les ég í 24 stundum í dag að þeir félagar Jón Baldvin Hannibalsson og Styrmir Gunnarsson þurftu að sitja heilan vetur og kannski lengur hjá Skeggja svo einhver hefur tregðan verið hjá þeim félögum að móttaka kennsluna.

Það má því ljóst vera að ýmis og erfið var byrðin sem lögð var á Skeggja heitinn að koma sumum til manns þegar hann sinnti lífsstarfi sínu kennslunni. :D


0 ummæli:







Skrifa ummæli