miðvikudagur, mars 12, 2008

12. mars 2008 - Með handbremsu og gírstöng!

Undanfarna daga hafa dunið yfir okkur sauðsvartan almúgann auglýsingar í útvarpi frá ónefndu bílaumboði og þar er auglýstur bíll sem er með leður á stýri, handbremsu og gírstöng.

Hvað er svona merkilegt við það? Ég held svei mér þá að flestir þeir bílar sem ég hefi átt um dagana hafi verið með handbremsu og gírstöng. Einhverjir amerískir bílar sem ég átti voru að vísu með fótstigna stöðubremsu í stað handbremsu, en jafngóðir fyrir það.


0 ummæli:







Skrifa ummæli