laugardagur, mars 29, 2008

30. mars 2008 - Útkrotuð miðborg

Undanfarna daga hafa birst myndir að útkrotuðum veggjum víða í miðbænum, ekki bara einu sinni heldur hafa sömu krotin verið sýnd margoft í hinum ýmsu fjölmiðlum. Af hverju er ekki búið að mála yfir þetta í stað þess að væla yfir örfáum verktökum sem láta hús sín fara í niðurníðslu. Ég trúi því ekki að þeir læðist um á nóttunni og kroti á húsveggi.

Unglingarnir sem standa í þessu finna sér upphefð í að fá myndir af verkum sínum í blöðum og því lengur sem þau standa, því meiri finnst þeim upphefðin. Því er mikilvægt að reyna að standa drengina að verki auk þess sem þrífa þarf og mála yfir ekki síðar en daginn eftir að krotið uppgötvast. Ég veit að þetta kostar peninga, en þetta er það eina sem dugir.

Ef íbúar í miðbænum, verslunarfólk og borgaryfirvöld tækju sig saman um eftirlit og aðgerðir til að koma í veg fyrir krotið myndi vandamálið minnka stórlega á skömmum tíma.


0 ummæli:Skrifa ummæli