þriðjudagur, mars 18, 2008

18. mars 2008 - Ekki blogga ekki neitt!

Þekkt innheimtuskrifstofa auglýsir stundum undir orðunum, Ekki gera ekki neitt. Einföld setning og áhrifamikil fyrir þá sem skulda, en þörf áminning fyrir okkur hin sem erum ekkert endilega með allt niðurum okkur í fjármálum.

Rétt eins og að það er mikilvægt að greiða skuldirnar á eindaga, finnst sumum það nauðsynlegt að blogga reglulega þótt þeir hafi ekkert að segja. Ég er líka svona. Mér finnst nauðsynlegt að segja eitthvað þótt mér beri að þegja. Nú sit ég við lyklaborðið og veit ekkert hvað á að segja.

Því hefi ég ákveðið að fara að ráðum innheimtuskrifstofunnar og ekki blogga ekki neitt í nótt.

Kannski rætist úr þegar líður á þriðjudaginn.


0 ummæli:Skrifa ummæli