laugardagur, október 10, 2009

10. október 2009 – Mér þykir ennþá vænt um Framsóknarmenn

Ég hefi kynnst allnokkrum góðum Framsóknarmönnum þótt ég hafi ekki átt samleið með þeim í pólitík. Má þar nefna Alfreð Þorsteinsson, Sigrúnu Magnúsdóttur og fleiri.

Nú er ég farin að hafa virkilegar áhyggjur af íslenskum Framsóknarmönnum. Þótt deila megi hvort þeir hafi löngum haft óeðlilegan aðgang að miklu fjármagni úr sjóðum landsmanna, virðast þeir nú farnir að krefjast þess að norskum Framsóknarmönnum að þeir fái óeðlilegan aðgang að fjármagni úr norskum sjóðum og veiti þá Íslenskum Framsóknarmönnum.

Hvernig dettur þeim annars í hug að þjóð sem hefur neitað Íslendingum um lán þar til búið er að gera upp Icesave reikningana, fari allt í einu að veita íslenskum Framsóknarmönnum margfalt hærra lán án ábyrgðar. Grátlegast er þó að sjá Framsóknarmennina tvo sitja á blaðamannafundi með tveimur útrásarvíkingum og gráta það að Jóhanna Sigurðardóttir skyldi hafa kannað hvað til er í orðum þeirra. Það má kannski búast við að þeir fari næst að leita til Rússana eins og Davíð forðum?

Mér þykir enn vænt um Framsóknarmenn en er ekki kominn tími til að finna þeim annan formann sem er með fæturna niðri á jörðinni?


0 ummæli:Skrifa ummæli