mánudagur, október 12, 2009

12. október 2009 - Svínaflensan

Að undanförnu hafa dunið yfir landslýð fréttir frá landlæknisembættinu um svínaflensuna illræmdu. Ég get vel skilið að fólk hafi áhyggjur af flensunni vitandi að hún er ný og að mikill fjöldi getur smitast og lagst í rúmið, margfaldur sá fjöldi sem þegar hefur smitast ef þeir sem smitast hafa að undanförnu eru þá smitaðir af flensunni.

Í fréttum er jafnframt ítrekað að heilbrigðisstarfsfólk fái fyrst flensusprautuna, síðan það fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma, en er ekki ástæða til að kanna hvort ekki sé nauðsyn á að fleiri þurfi ekki að vera í forgangi en heilbigðisstarfsfólk og löggur? Það er staðreynd að án virkra veitustofnana og þá án rafmagns, vatns og hita eru heilbrigðisstofnanir gjörsamlega lamaðar og þessi hópur er ekkert rosalega stór, kannski innan við 200 manns hjá Orkuveitu Reykjavíkur og mun færri hjá öðrum orku- og veitufyrirtækjum, kannski samtals um þúsund manns, enda er Þá gengið út frá því að einungis sá hluti starfsfólksins sem starfar beint að framleiðslu og dreifingu á rafmagni, vatni og hita séu í forgangshópnum.

Það væri fróðlegt að vita hvort slíkur listi sé fyrir hendi í dag hjá landlæknisembættinu og orkuveitufyrirtækjunum og þá hverjir sé í forgangshópunum? Ekki veit ég.


0 ummæli:Skrifa ummæli