miðvikudagur, október 28, 2009

28. október 2009 - Oasis of the Seas



Ég þori varla að skrifa mikið um hið nýja og glæsilega skemmtiferðaskip „Oasis of the Seas“, ekki í ljósi þess að einn af þessum sjö sem lesa reglulega bloggið starfar hjá útgerð skipsins og annar flúinn sæluna og farinn að stunda Norðursjóinn af miklum móð.


Samt get ég ekki hætt að dást að flottheitunum um borð. Frekar en að segja mikið, ætlaði ég að bjóða Þórði stórkaptein í kaffi og pumpa hann um herlegheitin áður en hann fer um borð í sitt skip sem er næstum því eins glæsilegt, (hverjum þykir sinn fugl fagur o.s.frv) en því miður var ég of sein því hann er á leiðinni um borð á fimmtudag og kemur ekki aftur í land fyrr en á næsta ári. Einhver fugl hvíslaði þó að mér að verð skipsins hafi verið 1,3 milljarðar dala, (um 162 milljarðar ísl kr), en það er óstaðfest.

Ég læt því gamlar tölvumyndir fylgja sem ég hef átt í tölvunni minni frá því fyrst fréttist af smíði skipsins ásamt einni nýrri frá reynslusiglingunni á dögunum.



P.s. Þessu stal ég frá Þórði : http://www.oasisoftheseas.com/


0 ummæli:







Skrifa ummæli