miðvikudagur, október 21, 2009

21. október 2009 – Tilraun til að fækka lögregluþjónum?

Ég var á ferð austur eftir Miklubraut um klukkan 22.30 á miðvikudagskvöldið þegar ég veitti athygli torkennilegri þúst á milli akbrautanna inn við Elliðaár. Fyrst sá ég ekki hvað þetta var í myrkrinu og ekki var lýsingin neitt sérlega góð á þessum stað. Þegar ég kom að staðnum þar sem þústin var, sá ég að þetta var ekkert hættulegt, bara tveir leðurklæddir lögregluþjónar að spjalla saman hjá hjólunum sínum, ljóslausir og án þess að nein endurskin sæust á þeim.

Ég hefi séð bíl bila fyrir framan mig og kastast inn að miðju í þessum sama stað á Miklubrautinni. Þar sem ég var að koma af fundi þar sem fjallað var um hið hræðilega efnahagsástand þjóðarinnar og brýna þörf á að skera niður allt sem hægt er að skera niður í ríkisútgjöldunum, velti ég því fyrir mér hvort þessi staðsetning lögregluþjónanna sé í þeim tilgangi að skera niður í rekstrarkostnaði við lögregluna í Reykjavík?


0 ummæli:Skrifa ummæli