föstudagur, október 09, 2009

9. október 2009 - Friðarljós í Viðey

Ég var úti að aka á miðvikudagskvöldið þegar farþegi sem sat í bílnum hjá mér benti mér á að búið væri að kveikja á friðarsúlunni í Viðey. Það getur ekki verið sagði ég, þetta ljós sem við sjáum hlýtur að vera eitthvað allt annað.

Í gærkvöldi var ég úti að ganga með fallegu fólki og enn sá einhver geisla frá ljósatyppinu og kom með sömu athugasemd og farþeginn hjá mér kvöldið áður. Nú heyri ég í fréttum Stöðvar 2 að búið sé að fresta því að tendra friðarljósið í Viðey til morguns vegna veðurs.

Úr því að ekki er búið að tendra ljósið velti ég því fyrir mér hvort Yoko Ono hafi verið leita að friðarljósinu sínu með ljóskastara síðustu kvöldin.

-----

P.s. kl. 20.15 Og ljósið skín sem aldrei fyrr.


0 ummæli:







Skrifa ummæli