fimmtudagur, október 22, 2009

22. október 2009 - Hárrétt hjá strætisvagnastjórum

Framkvæmdastjóri Strætó var beðinn um að biðja afsökunar á framferði strætisvagnastjóra í gær er þeir hinir sömu reyndu að halda áætlun. Þvílík della. Þeir gerðu það sem var hárrétt í þessu tilfelli, fundu sér og vagninum leið til að komast framhjá fólkinu sem reyndi að stöðva umferðina, Strætó bs og farþegunum til léttis.

Að stöðva umferðina á þann hátt sem gert var í gær var ekki rétta leiðin til að mótmæla mikilli umferð. Fólk getur byrjað á sjálfu sér og byrjað á að leita sér að húsnæði nær vinnunni sinni en það gerir í dag. Það er einu sinni svo að íbúar Hlíðahverfis og Norðurmýrar er ekkert öðruvísi en annað fólk, fer ekki spönn frá rassi öðruvísi en á bílnum og með því að selja bílinn sinn og taka strætó er vafalaust hið besta mál fyrir þetta fólk og minnkar vafalaust umferðina í Reykjavík og sparnað hjá viðkomandi íbúum Reykjavíkum.

Sjálf sé ég enda ástæðu til að losa mig við minn bíl því ég ek miklu minna en flestir íbúar Hlíða og Norðurmýrar þótt ég búi í úthverfi, en sjálf geng ég oftast í vinnuna, enda stutt að fara.


0 ummæli:







Skrifa ummæli