fimmtudagur, júlí 10, 2008

10. júlí 2008 - Annað verkefni fyrir háaldraðan málfarspervert

Ekki ætla ég að kasta rýrð á Guðmund Þóroddsson því þótt hann verki nánast afbrigðilega feiminn, þá leynir hann á sér og hefur t.d. leikið Elvis af stakri snilld.

Það sem ég sé athugavert við fréttina í Netmogganum er hið sama og á þriðjudag því uppsetning fréttarinnar er gjörsamlega út úr kú rétt eins og að illa gefinn Víkverjabloggari hafi skrifað hana.

Enn og aftur fer ég fram á það við yfirmenn hins „unga“ blaðamanns að þeir sendi hann í ritþjálfun til okkar háaldraða málfarsperts, en fái prófarkalesara til starfa við Netmoggann að öðrum kosti.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/09/gudmundur_tok_gogn_med_ser/


0 ummæli:







Skrifa ummæli