fimmtudagur, júlí 17, 2008

17. júlí 2008 - 60 kílómetrar á 16 klukkustundum og einni mínútu

Ég vil taka fram að ég ætla ekki að grobba mig af eigin afrekum, heldur eru þetta tölurnar yfir sundafrek Benedikts Hjartarsonar sjósundkappa er hann synti yfir Ermarsundið á miðvikudag.

Það sýnir best hversu mikið afrek er um að ræða, að stysta vegalengdin á milli Dover í Englandi og Cap Griz Nes í Frakklandi eru 34 kílómetrar. Hinir miklu straumar í sundinu voru sífellt að bera Benedikt af leið og því urðu syntir kílómetrar nærri helmingi fleiri en stysta vegalengdin. Sjálf fór ég ekki að fylgjast með afrekinu fyrr en á síðustu klukkutímunum um leið og ég fór að kynna mér sögu ætlaðs landtökustaðar á netinu. Þarna var t.d. háð grimmileg orrusta 25 maí 1940 á milli Þjóðverja og Frakka þar sem Frakkarnir börðust til síðasta manns.

http://en.wikipedia.org/wiki/Cap_Gris_Nez

Því er sjálfsagt að óska Benedikt sem og öllu fylgdarliði hans til hamingju með afrekið.


0 ummæli:







Skrifa ummæli