miðvikudagur, júlí 09, 2008

9. júlí 2008 - Verkefni fyrir háaldraðan málfarspervert!

Ég tók þátt í fræðslugöngu um Elliðaárdalinn á þriðjudagskvöldið. Talningarmeistarar göngunnar töldu um hundrað manns í göngunni, en lögreglan sem fylgdist með göngunni úr fjarlægð mun sennilega hafa talið fjöldann um þrjátíu, enda var henni stjórnað af Stefáni Pálssyni.

Sú tíð er liðin er Morgunblaðið var til fyrirmyndar í réttritun. Þeir þóttu að vísu aldrei sleipir í reikningi og eru ekki enn, ekki frekar en lögreglan, en málfarið þótti snilld nema þegar Styrmir kom af settinu.

Þegar ég las fréttina um lögguna í Hafnarfirði í Netmogganum fór ég að velta fyrir mér hvort ekki þyrfti að hressa upp á íslenskukennsluna meðal blaðamanna Morgunblaðsins, því svo vitlaus var fréttin að innihaldið fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér, Það var eins og að einhver illa gefinn bloggari hefði skrifað fréttina og er þá djúpt sóst til samanburðar svo vitnað sé í gáfaðan Víkverja Morgunblaðsins.

Mér datt fyrst til hugar að senda athugasemd til ritstjórnar Morgunblaðsins, en hætti við. Við eigum okkar sjálfskipaða háaldraða málfarspervert, sjálfan H.M. Sigurð Hreiðar. Ekki veitir af að hressa upp á íslenskukunnáttuna hjá blaðamönnum Morgunblaðsins og ég treysti H.M. Sigurði Hreiðar betur en öðrum til þess erfiða starfa.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/08/glaefraakstur_i_hafnarfirdi/


0 ummæli:







Skrifa ummæli