þriðjudagur, júlí 01, 2008

1. júlí 2008 - Umferðarreglurnar!

Ég bíð enn eftir fleiri neikvæðum atriðum varðandi álið en því að það geti valdið lækkuðu PH-gildi í vatni og á meðan ég bíð eftir fleiri atriðum langar mig að nefna eituráhrifin þegar ál tærist í seltu eins og sjó. Ég ætla að gefa þessu einn sólarhring í viðbót.

Ég lendi oft í því að ég kemst ekki framhjá bíl sem ekur of hægt á vinstri akrein. Sjálf reyni ég að hafa ákveðna reglu í huga þegar ég er úti að aka. Ef bíll fer framúr mér hægra megin, ek ég of hægt á vinstri akrein og flýti mér yfir á hægri akrein. Það skeður reyndar ekki oft, en kom þó fyrir mig á mánudagskvöldið. Ég hafði farið framúr bíl á löglegan hátt, þ.e. á vinstri akrein, en áður en ég færði mig yfir á hægri akrein tók ég eftir að lítill sportbíll sem hafði verið fyrir aftan mig skaust yfir til hægri framfyrir bílinn sem ég hafði rétt farið framúr og skaust fram úr mér hægra megin án þess að mér gæfist kostur á að víkja með því færa mig til hægri.

Hvernig hefði verið tekið á hugsanlegum árekstri ef ég hefði fært mig yfir á hægri akrein og rekist á bílinn sem ekki hafði verið þar sekúndubroti áður?


0 ummæli:Skrifa ummæli